Tix.is

Um viðburðinn

LIFE - MasterClass

Hvernig getum við vitað hvaða markmið við viljum í raun og veru, hvernig getum við náð öllum okkar markmiðum og hvernig búum við til og viðhöldum bestu mögulegu útgáfunni af okkur sjálfum? 

Á þessu 3 klst ákaflega djúpu námskeiði mun Alda Karen reyna að umturna lífi þínu, þínum lífssjónarhornum, samskipta hæfileikum þínum, persónuleikum þínum og öllu sem viðkemur því að verða besta mögulega útgáfan af sjálfri þér. 

Alda Karen hefur lengi starfað sem sölu- og markaðssráðgjafi á Íslandi og leiddist þar með út í það sem kallast “Lifehacker” eða manneskja sem einbeitir sér að því að greina ákveðnar hugmyndir í lífinu til að gera lífið einfaldara, skemmtilegra og árangursríkara en nokkru sinni fyrr. 

Alda Karen mun á þessu námskeiði sýna frá allskonar lífshökkum sem hún hefur nýtt sér í gegnum tíðina en Alda seldi sitt fyrsta spons aðeinst 13 ára þá fyrir fótboltaliðið sitt, hún seldi sitt fyrsta milljónaspons áður en hún varð 18 ára og þegar hún varð 19 ára var hún orðinn sölu- og markaðsstjóri Sagafilm eins stærsta framleiðslufyrirtækis á Íslandi. Alda starfar nú í New York sem sölu- og markaðsstjóri Ghostlamp og hefur setið fundi með sumum af stærstu fyrirtækjum heims líkt og Spotify, Facebook, Disney, Time Warner, US Mobile og fleirum. 

Alda hélt fyrirlestur í Hörpu í September 2017 um leyndarmálin sín í sölu, markaðssetningu og lífið sjálft, sem seldist upp á aðeins 30 mínútum. Eftir þann fyrirlestur ákvað Alda að setja upp dýpra og árángursríkara námskeið sem myndi geta fylgt fólki ævilangt og hjálpað þér að verða besta mögulega útgáfan af sjálfri þér ásamt því að ná öllum þínum markmiðum og draumum alveg sama hversu stórt þú hugsar. Með þessu námskeiði getur þú það. 

Á námskeiðinu færð þú bók sem kallast lífsbiblían sem verður þinn verkfærakassi í lífinu og inniheldur tól við öllum tímabilum lífsins sem þú getur alltaf glöggað í og leist allar þær hindranir sem þú verður fyrir. Á námskeiðinu fer Alda í sín helstu verkfæri og innsæi sem mun hjálpa þér að sjá heiminn eins og þú hefur aldrei séð hann áður. 

Innifalið í miðaverði

Salur og 1.svalir 9.990 kr 
-Námskeið - Lífsbiblían - 90 daga eftirfylgni - glærur frá námskeiði - Networking party strax eftir námskeiðið í Norðurljósum (salnum við hliðina á Eldborg) með samhuga fólki frá námskeiðinu ásamt Öldu Karen og teyminu hennar með opnum bar.  

2. svalir 6.990 kr
Námskeið - Lífsbiblían - 90 daga eftirfylgni - glærur frá námskeiði (miðsvalir)

3. svalir 4.990 kr
Námskeið - Lífsbiblían - 90 daga eftirfylgni (efstu svalir)