Tix.is

Um viðburðinn

Uppselt er á viðburðinn.  Dagskrá kvöldsins er eftirfarandi:

22.00 - Húsið opnar
23.00 - KIASMOS
00.30 - Áætlaður endir*
*Dagskrá getur riðlast og er birt með fyrirvara um breytingar.

18 ára aldurstakmark

Lokatónleikar Kiasmos eftir áralöng tónleikaferðlög verða haldnir í Gamla Bíói 12. janúar. Um er að ræða síðustu tónleika sveitarinnar um óákveðinn tíma og því ætlar tvíeykið, þeir Ólafur Arnalds og Janus Rasmussen, að leggja allt í sölurnar!

Frá útgáfu samnefndrar plötu Kiasmos árið 2014 hefur tvíeykið haldið tónleika víðsvegar um heiminn en á milli þess samið og tekið upp tónlist hér heima á Ísland. EP platan Swept kom svo út árið 2015 en Kiasmos markaði endurkomu sína árið 2017 með nýrri 12” EP plötu sem ber titilinn Blurred — en hún kom út þann 6. október og færði þá smá ljós inn í skammdegið með mun bjartari hljómi en hefur áður heyrst frá sveitinni.

Tónleikar þeirra eru margrómaðir úti um allan heim fyrir magnað sjónarspil þar sem ljós og laser-vélar spila leika stórt hlutverk. Hljómsveitin mun flytja til landsins fáséð þar til gerð tæki svo lokatónleikar þeirra gefa þeim erlendu ekkert eftir. Kiasmos þakkar fyrir sig í bili og býður áhorfendum upp á upplifun sem seint mun gleymast! 

Umsjón: Sena Live