Tix.is

Um viðburðinn

Nokkrir af okkar fremstu sígildu söngvurum þau Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzó-sópran og Ágúst Ólafson barítón koma ykkur í hátíðarskap með himneskum jólasöngvum.

Á dagskránni verða íslensk og erlend jólalög, sálmar, aríur og samsöngsverk.

Á dagskránni eru m.a. undurfagri dúettinn Pie jesu eftir A.L.Webber, gamli jólasálmurinn Hátíð fer að höndum ein, Ave Maríur ofl.

Um meðleik sér Lenka Mátéová orgelleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Níels T. Girerd betur þekktur sem Nilli verður kynnir kvöldsins.

Þetta er annað árið í röð sem tónleikarnir Sígild jól eru haldnir, í fyrra skapaðist einstök stemning í þétt setinni kirkjunni. Tónleikarnir fara fram í Seltjarnarneskirkju við tindrandi kertaljós.