Tix.is

Um viðburðinn

Blindrahundur rekur ævi og störf myndlistarmannsins Birgis Andréssonar (1955-2007). Sem einkabarn ólst Birgir upp við afar sérstakar aðstæður með báða foreldra blinda. Hann var þekktur fyrir litríkan persónuleika og varð leiðandi listamaður sinnar kynslóðar á sviði íslenskrar samtímamyndlistar.

Blindrahundur eftir Kristján Loðmfjörð hlaut bæði áhorfendaverðlaun og dómnefndarverðlaun Skjaldborgar- Hátíðar íslenskra heimildamynd 2017. 

Frumsýnd 9. nóvember með enskum texta. 

Framleiðandi: Tinna Guðmundsdóttir Meðframleiðandi: Ari Alexander Ergis Magnússon, Bergsteinn Björgúlfsson Stjórn kvikmyndatöku: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Kristján Loðmfjörð

Klipping: Kristján Loðmfjörð

Hljóðhönnun: Huldar Freyr Arnarson, Ragna Kjartansdóttir

Framleiðslufyrirtæki: Lortur framleiðslufélag ehf