Tix.is

Um viðburðinn

Á níunda áratugnum komu þær heimfrægu söngkonur og vinkonur, Linda Ronstadt,Dolly Parton og Emmylou Harris saman og ákváðu að mynda tríó og gefa út plötu.

Þessi fyrsta plata þeirra, TRIO kom út árið 1987 og sló í gegn, seldist í yfir 2 milljónum eintaka um allan heim og vann til fjölmargra verðlauna , þar á meðal tveggja Grammy verðlauna.  Vart við öðru að búast þegar slíkar stórstjörnur koma saman og sameina einstakar raddir sínar og hæfileika.

Önnur plata þessa samstarfs kom út 1999 og varð einnig gríðarlega vinsæl. Lög af þessum tveimur plötum sátu svo í efstu sætum vinsældarlista víða um heim, eins og td lagið „To know him is to love him“.

 Í tilefni af því að 30 ár eru liðin frá því fyrsta platan kom út , ætla þrjár íslenskar söngdívurnar Guðrún Gunnars, Margrét Eir og Regína Ósk að blása í sönglúðra og efna til sérstakra tónleika.

 Hljómsveitina skipa þeir:  Friðrik Sturluson á bassa, Einar Þór Jóhannsson á gítar, Mattías Stefánsson á gítar og fiðlu, og Magnús Magnússon á trommur.