Tix.is

Um viðburðinn

Því miður hefur sýningunni verið aflýst, þar sem sýningin á Íslandi rekst á upptökur á kvikmynd sem Iliza er að fara leika í. Iliza mun setja inn myndband á sína samfélagsmiðla þar sem hún biður íslenska aðdáendur afsökunar og útskýrir málið. Stefnan er að setja upp nýja sýningu á Íslandi sem fyrst, en ekkert er staðfest með það eins og er.

Tix hefur nú þegar sent kaupendum póst og sett allar endurgreiðslur af stað. Upphæðir verða bakfærðar inn á kreditkortið sem notað var við miðakaupin. Færslan verður framkvæmd sjálfkrafa og handhafi þarf ekkert að aðhafast. Athugið þó að það tekur nokkra daga fyrir endurgreiðsluna að birtast á kortayfirlitum. Þeir sem greiddu með öðrum hætti, t.d. með debetkorti eða greiðsluöppunum Aur eða Kass, eru beðnir að senda reikningsupplýsingar sínar á info@tix.is svo hægt sé að endurgreiða þeim.