Tix.is

Um viðburðinn

Íslenski söngvarinn og lagasmiðurinn, Daníel Hjálmtýsson, syngur inn jólin enn eina ferðina þessa aðventuna. Nú liggur leið hans og félaga á Hard Rock Café við Lækjargötu þann 20.desember nk.

Ásamt Daníel eru það þeir Hálfdán Árnason (kontrabassi), Magnús Jóhann Ragnarsson (hljómborð, píanó og orgel) og Skúli Gíslason (trommur) sem mynda Daníel Hjálmtýsson Band þessa aðventuna. Saman hafa þeir myndað og mótað fjöldann allan af tónlistarverkefnum hér á landi og ber þar helst að nefna Leonard Cohen minningartónleikaröðina, Queens of The Stone Age Tribute, Berndsen, Frikka Dór o.fl. Daníel hefur auk þess farið fyrir jólajazz – og blúsverkefninu, Croon & Swoon auk Andreu Gylfadóttur og fl. síðustu tvær aðventur. Flóran er mikil og mögnuð.

Miðvikudagskvöldið 20.desember mun einkennast af jólalögum af gamla skólanum í jazz/blues útsetningum þar sem andi Dean Martin, Frank Sinatra, Nat King Cole, Bing Crosby og fleiri munu svífa yfir frosnum vötnum en íslensk efni fær að svífa með í bland. Hver veit hvort einhver sérstakur gestur stigi jafnvel á svið.

Miðasala hefst miðvikudaginn 1.nóvember nk. á Tix.is og er miðaverð í forsölu aðeins 2.000 krónur.

Miðaverð við hurð 2.900 krónur.