Tix.is

Um viðburðinn

Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar ætla að nú halda Þorláksmessutónleika í annað sinn í hinum glæsilega kjallara Hard Rock Cafe Reykjavik 23 desember!

Síðast seldist upp á einum degi á tónleikana og það má búast við því sama í ár.

Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar eru annáluð fyrir lifandi flutning á lögum og textum Jónasar en hann hefur gefið út þrjár plötur og hafa fjölmörg lög hlotið verðskuldaða athygli og mörg ratað hátt á vinsældarlista landsins.

Á tónleikunum verður hægt að kaupa best of plötu sem inniheldur öll vinsælustu lög Jónasar ásamt lifandi upptökum og áður óútgefnu efni, en sú plata kom út í fyrra og hefur bara fengist á tónleikum hljómsveitarinnar.

Tónleikarnir hefjast kl 22, húsið opnar kl 21.30

takmarkað sætaframboð