Tix.is

Um viðburðinn

ferðalag um ókannaðar lendur mannslíkamans og víðerni líkamlegrar nautnar og sársauka

Sýningin er hluti af alþjóðlegu sviðslistahátíðinni Everybody’s Spectacular.

Meiri upplýsingar um hátíðina er hægt að finna á www.spectacular.is

Í nýjasta verki Margrétar Söru Guðjónsdóttur, CONSPIRACY CEREMONY – HYPERSONIC STATES, heldur danshöfundurinn (ásamt samstarfsfólki sínu til margra ára) áfram að rannsaka til hlítar aðferðir sem beinast að rannsókn á huliðsheimi líkama og tilfinninga. Margóma samspil tilfinninga og hreyfinga sem sprottnar eru úr veröld mannslíkamans mynda kjarnann í HYPERSONIC STATES. Tilfinningar flæða hömlulaust um líkama dansaranna og kalla fram sterka og á stundum sársaukafulla reynslu hjá áhorfandanum.

Fyrir frekari upplýsingar: http://www.spectacular.is/margrt-sara