Tix.is

Um viðburðinn

Ég mun rísa upp í hugarórum þínum – sexý, dauð jómfrú

Verkið er hluti af alþjóðlegu sviðslistahátíðinni Everybody’s Spectacular. Meiri upplýsingar um hátíðina er hægt að finna á www.spectacular.is

Notorious leiðir áhorfandann inn í hugmyndaheim poppsins og upphafningu þess á dauða, endurfæðingu og hreinleikanum sem virðist einkenna lítillækkandi framkomu Persónunnar The Famous. Með vísan í goðsögnina um Medúsu, Nicki Minjai og sjálf(u) The Famous, Notorious kannar frelsandi dauða og upprisu norna og flagða. Leit The Famous að hinu raunverulega sjálfi vekur upp draugabörn, spákonur og loðinbarða. Kannski mun hið sanna sjálf lifna í annarlegum augum The Famous, ef henni tekst að hemja þessa druslulegu sál sína … Gætið ykkar á gröðu vofunni.

Notorious veltir upp spurningum um kvenskrímsli, hugmyndina um nornina, tengsl hennar við ímynd vændiskonunnar í samtímanum og tilhneiginguna til þess að refsa, eða fordæma hana.

Frekari upplýsingar um verkið og höfundinn: http://www.spectacular.is/lauren-barri-holstein-2

ALDUR:  16+

Sýningin inniheldur nekt