Tix.is

Um viðburðinn

Öll þau ótrúlegu ráð sem manneskjan grípur til í kjölfar óvæntra áfalla

Sýningin er hluti af alþjóðlegu sviðslistahátíðinni Everybody’s Spectacular. Meiri upplýsingar um hátíðina er hægt að finna á www.spectacular.is

Have I No Mouth er kraftmikið sviðsverk sem fjallar um breytingar á sambandi móður og sonar í kjölfar fjölskylduharmleiks. Verkið er samið af Feidlim Cannon og Ann, móður hans, og er flutt af mæðginunum og sálfræðingnum Erich Keller. Þetta er djörf, einlæg og skelfilega fyndin tilraun sonar og móður til að kafa í sameiginlega fortíð. Þau setja á svið einskonar ritúal og þótt það byggi á sameiginlegri sálfræðimeðferð þeirra er það kannski fyrst og fremst helgað öllum þeim ótrúlegu ráðum sem manneskjan grípur til í kjölfar óvæntra áfalla.

Have I No Mouth var frumsýnt á Dublin Theatre Festival og hefur verið sýnt á Bretlandseyjum og í Ástralíu. Verkið hlaut verðlaun hins virta tímarits Total Theatre á Edinborgarhátíðinni í flokki nýstárlegra og tilraunakenndra verka.

Fyrir frekari upplýsingar um verkið: http://www.spectacular.is/brokentalkers2