Tix.is

Um viðburðinn
“Skáldið er falsari. (O poeta é um fingidor)” – Pessoa 

Á fyrsta grímuballi Rauða skáldahússins munu ljóð vera klædd í búning þar sem “allir fela sína sönnu nátturu og leiða hana í ljós með feluleik.” Komdu með og njóttu kvölds sem fléttar saman raunveruleika og ímyndunarafli, eina ógleymanlega kvöldstund sem eykur nándina með leyndardómum.

Klæddu þig í skrautlegustu grímuna sem þú finnur (þær verða einnig til sölu á sýningunni) og splæstu í sælukvöld þann 10. nóvember. Feldu þig undir herðaslá og blæju. Farðu í ham ljóðskálds, landkönnuðar, elskhuga, og skálks og upplifðu hálf falinn sannleik ljóðsins í áþreifanlegustu mynd sinni: grímunni.

Ásamt lifandi tónlist (The Keystone Swingers ásamt Svanlaugu Jóhannsdóttur + Gleðikonurnar) sjá Dömur & herra / Ladies & a gentleman um að skemmta fólki, og átta ljóðskáld stíga á stokk og bjóða upp á ljóðalestur í einkarekkjum. Sestu að sumbli, eða spáðu í tarotspil með Snæuglu, okkar eigin norn.

Aðalskáld kvöldsins verður kynnt innan skamms. 

Miðaverð er 3.000 krónur en nemendur fá 50% afslátt gegn framvísun skólaskírteinis í hurð.

Einkalestrar eru í boði fyrir 750 kr fyrir hvern lestur.

Sýningin er í samstarfi við Huldufugl