Tix.is

Um viðburðinn

Eftirherman og Orginalinn Jóhannes og Guðni fara mikinn í gamansögum og eftirhermum, alveg sprenghlægilegt leikhúsverk. Jóhannes Kristjánsson eftirherma á fjörutíu ára leiklistarafmæli en hann hefur starfað allan þann tíma sem skemmtikraftur. Snilld Jóhannesar er fólgin í eftirhermum, hann holdgerfist og verður í framan og töktum eins og fórnarlambið. Jóhannes er listamaður sem leikur við hvern sinn fingur og setningarnar sem hann smíðar uppí lífs og liðna heiðursmenn eru magnaðar. Guðni Ágústsson er einn af þeim mörgu sem eftirherman gerði þjóðfrægan, hann er landsfrægur sagnamaður og fylgir eftirhermunni eftir í frásagnargleði sinni á fjölum IÐNÓ.