Tix.is

Um viðburðinn

Alveg eins og Jólagestir Bó! Nema verri söngvarar.

Jólasýning Svansins er löngu orðin mikilvægur þáttur í jólaundirbúningi allra landsmanna. Þar verður grínað, glensað og allt gert til þess að koma áhorfendum í tengsl við hinn eina sanna jólaanda. Lög verða sungin, atriði verða leikin og hver veit nema einn eða tveir leynigestir láti sjá sig!

Svanurinn er spunahópur sem var stofnaður fyrir fjórum árum og samanstendur af sjö metnaðarfullum spunaleikurum úr röðum Improv Ísland. Meðlimir Svansins hafa leikið fjöldann allan af spunasýningum, jafnt sem hópur og sem meðlimir í sýningarhóp Improv Ísland. Þeir hafa komið fram á spunahátíðum hér á landi og í Bandaríkjunum.

Þetta er þriðja árið í röð sem Svanurinn stendur fyrir jólasýningu en í ár verður sýningin að sjálfsögðu betri, stærri og jólalegri en nokkru sinni fyrr.

----------------------------

Fram koma: Adolf Smári Unnarsson, Auðunn Lúthersson, Guðmundur Einar, Guðmundur Felixson, Máni Arnarson, Ólafur Ásgeirsson, Pálmi Freyr Hauksson. 

Tæknimaður: Stefán Ingvar Vigfússon.