Tix.is

Um viðburðinn

Enn á ný hefur Karlakór Reykjavíkur upp raust sína og syngur inn jólin fyrstu aðventuhelgi desembermánaðar. Tónleikarnir verða laugardaginn 2. desember klukkan 17:00 og sunnudaginn 3. desember klukkan 17:00 og 20:00. Einsöngvari með kórnum er Þóra Einarsdóttir, ein af allra fremstu sópransöngkonum Íslands. Þóra hefur komið fram í yfir á annan tug óperuhúsa og öðrum eins fjölda tónlistahúsa hér heima og erlendis, þar á meðal mörgum frægustu tónlistarhúsum Evrópu og Bandaríkjanna. Eflaust man íslenska þjóðin vel eftir Þóru í ”Klassíkinni okkar” á RÚV, þegar Söngur mánans eftir Dvorák hljómaði í sjónvarpi allra landsmanna. Þau eru annars ótal tækifærin sem hafa gefist til þess að hlýða á Þóru, en nú gefst kostur á að hlýða á hana með Karlakór Reykjavíkur á aðventutónleikunum í Hallgrímskirkju. Hátíðarbraginn ramma inn þau Lenka Mátéóva sem leikur á orgel, Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson á trompet og Eggert Pálsson á pákur. Stjórn kórsins er í styrkum höndum Friðriks S. Kristinssonar.