Tix.is

Um viðburðinn

Spectrum heldur sína árlegu jólatónleika þriðjudaginn 12. des 2017 kl. 20 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Jólatónleikar Spectrum einkennast af hátíðleika og fjöri og hafa komið áheyrendum í jólaskapið um árabil. Flutt verða íslensk og erlend jólalög sem Spectrum hefur tekið ástfóstri við og kynnt fyrir áheyrendum sínum á liðnum árum. Auk þess bætast ný lög í safnið.

Á dagskránni verða m.a. lögin Betlehemstjarna, Jólagjöfin eftir Holst, Jinglebells og I wonder as I wander í útsetningu Rutter, nýleg útsetning Ola Gjeilo á "þá nýfæddur Jesú", og íslensk jólalög eftir tónskáldin Tryggva M. Baldvinsson og Báru Grímsdóttur. Jólasyrpa eftir bandarísk tónskáld og sívinsæla lagið White Christmas verða einnig á dagskránni.