Tix.is

Um viðburðinn

Deilt með tveimur er Tónlistarhátíð Rásar 1 í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og Tónskáldasjóð Ríkisútvarpsins. Þar koma saman á fernum tónleikum framúrskarandi íslenskir listamenn, sem ekki hafa starfað saman áður, og frumflytja að langstærstum nýjar tónsmíðar.

Umsjón og listræn stjórnun Deilt með tveimur er í höndum Berglindar Maríu Tómasdóttur.

Kynnar eru Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Guðni Tómasson.

Tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Rás 1 og í myndstreymi á RÚV.is.

***************************************

EFNISSKRÁR TÓNLEIKANNA

Tónleikar #1 - kl. 15:30

Elfa Rún Kristinsdóttir fiðla, Mathias Halvorsen píanó, Bára Gísladóttir, tónskáld.

· Road Movies eftir John Adams
· Sonatine eftir Salvatore Sciarrino
· Prussian Blue eftir Báru Gísladóttur (frumflutningur
· Dikhtas eftir Iannis Xenakis

Tónleikar #2 - kl. 16:45

Davíð Þór Jónsson, Bjarni Frímann Bjarnason og Sigurður Óli Gunnarsson (Siggi rallý).

· Lágmenningarsvíta í 4 þáttum – nýtt frumsamið verk

— Hlé —

Tónleikar #3 - kl. 18:30

Berglind María Tómasdóttir, Hafdís Bjarnadóttir, Bergún Snæbjörnsdóttir

· Hyrnan III eftir Hafdísi Bjarnadóttur
· Konsert fyrir horn, lokk og rokk eftir Berglind Maríu Tómasdóttur
· Nýtt verk eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur

Tónleikar #4 - kl. 19:45

Hildur Guðnadóttir, Elín Hansdóttir og Margrét Bjarnadóttir. Sérstakur gestur: Skúli Sverrisson

· Ryk o.fl. - nýtt frumsamið verk