Tix.is

Um viðburðinn

Robert Wilson telst til áhrifamestu og framsæknustu leikhúslistamanna síðustu áratuga. Sýningar hans eru þekktar fyrir að vera mikið sjónarspil og unnar af tæknilegri nákvæmni sem fáir leika eftir. EDDA í uppsetningu Det Norske Teatret ber höfundareinkennum Wilsons sterkt vitni bæði í útliti og leikstíl og óhætt er að segja að þessi sýning sé ólík öllu sem áður hefur sést á íslensku leiksviði.

Edda er umfangsmesta erlenda verkefni Listahátíðar 2018. Yfir fimmtíu manns koma frá Noregi til þess að setja sýninguna upp á stóra sviði Borgarleikhússins. Þar verður hver rá og hver kastari nýttur auk þess sem nauðsynlegt reynist að flytja tækjabúnað sérstaklega til landsins.  

Leikskáldið Jon Fosse gerir leikgerðina að verkinu en tónlistarstjórn er í höndum íslenska tónlistarmannsins Valgeirs Sigurðssonar. Frumsamin tónlist í verkinu er eftir systurnar í Coco Rosie. Auk þess leikur tónlist hins eistneska Arvo Pärt stórt hlutverk í sýningunni.

Edda vann Heddu verðlaunin í Noregi sem leikhúsviðburður ársins 2017 og fyrir bestu leikmynd og búninga.

Sýningin er á nýnorsku, ensku og íslensku en verður sýnd með íslenskum texta.