Tix.is

Um viðburðinn

Jack Rocks kynnir með stolti hið magnaða, Erics Blues band frá Stokkhólmi. Bandið hefur verið óþreytandi við að spila á öllum helstu blúshátíðum í evrópu og er þetta mikill heiður fyrir okkur að fá þá hingað til lands til að spila í kjallara Hard Rock Cafe og svo á Græna Hattinum 10 og 11 nóv. ásamt hinni frábæru hljómsveit Beebee and the Bluebirds.

Fyrir utan feril sinn með hljómsveit sinni hefur Eric einnig unnið með listamönnum eins og Alan Haynes , Jimmy Zavala, Mats Ronander, Clas Yngstro¨m, Rockin Johnny, Dave Potter and Aki Kumar ásamt því að hafa hitað upp fyrir Joe Bonamassa og Dave Hole. Nýjasta plata Erics BLues Band ber nafnið "Dirty Roads" og inniheldur 10 lög, öll utan eitt samin af Eric Hanson. Þessi fljórða plata þeirra fer yfir breiðan veg í rótum tónlistarinnar en fer þó aldrei langt út fyrir blúsinn.

”this record reminds me of Rolling Stones” Blues matters

”this record is for real blues fans” Lira music magazine

”Sometimes it smells like Jimi Hendrix” Jefferson Blues Magazine

Beebee and the bluebirds er tónlistarverkefni Brynhildar Oddsdóttur, söngkonu, lagahöfundar og gítarleikara. Tónlistinni er hægt að lýsa sem góðri blöndu af rokki, blús og soul.

Frumraun þeirra “Burning Heart” kom út í byrjun okóber 2014 þar sem öll lög og textar eru eftir Brynhildi en með í för var góður hópur hæfileikaríkra tónlistarmanna til að vinna plötuna.

Platan er blanda af Jazz, improv blús en leitar einnig inn á svið soul tónlistar. Breiðskífa númer 2 er tilbúin og er væntanleg nú í vetur. Aðrir meðlimir Beebee and the Bluebirds Tómas Jónsson – Keyboards/Piano/Hammond, Brynjar Páll Björnsson – Bass Ásmundur Jóhannsson – Drums.