Tix.is

  • 14. jún. - Kl. 20:00
  • 15. jún. - Kl. 20:00
Miðaverð:6.900 - 12.900 kr.
Um viðburðinn

Kvikmyndaleikarinn heimsþekkti og ólíkindatólið Bill Murray kemur aðdáendum sínum enn einu sinni á óvart.

- Nú með samstarfi við þrjá afburða klassíska hljóðfæraleikara. Murray kynntist þýskasellóleikaranum Jan Vogler í flugvél fyrir nokkrum árum og varð þeim vel til vina. Fljótt kviknaði hjá þeim sú hugmynd að gera eitthvað saman og til varð kvöldskemmtunin New Worlds. Auk Murray og Vogler koma fram fiðluleikarinn Mira Wang og píanóleikarinn Vanessa Perez sem báðar eru stórkostlegir og líflegir flytjendur.

Óvenjuleg blanda af klassískri evrópskri tónlist, úrvals bandarískum bókmenntatextum og sönglögum sem Murray eru sérstaklega kær.

„I am bathing in this experience, really. I can’t get enough of it.” –  Bill Murray

„ The evening's journey was unpredictable and affecting – old-fashioned entertainment that was sophisticated but with zip and heart.“  -  The Globe and Mail

#NewWorldsTour #Listahatid2018 #ReykjavikArtsFestival2018