Tix.is

Um viðburðinn

Kvikmyndaleikarinn Bill Murray er þekktur fyrir að fylgja hjartanu og ekki bara stíga, heldur hreinlega stökkva, út fyrir þægindarammann. Það gerir hann svo sannarlega í þessu óvænta samstarfi við þrjá afburða klassíska hljóðfæraleikara sem hefur fengið frábærar viðtökur beggja vegna Atlantshafsins. Hópurinn var til dæmis klappaður upp ekki sjaldnar en sjö sinnum í Kennedy Center í Washington fyrr á þessu ári.

Hér er um að ræða stór-skemmtilega blöndu af sígildri tónlist, úrvals bandarískum bókmenntatextum og sönglögum í lifandi flutningi Murrays og félaga. Leikarinn góðkunni fer á kostum og tekur áhorfendur með sér í ferðalag um nýja heima með hjálp margverðlaunaða sellóleikarans Jans Vogler, Miru Wang á fiðlu og Vanessu Perez á píanó. Hvert og eitt þeirra gæti fyllt tónleikasali um allan heim og því óhætt að segja að hér sé um kröftuga blöndu að ræða.

Viðburðurinn fer fram á ensku en íslensk þýðing verður í boði á þeim textum sem farið er með.

Leikari: Bill Murray  
Selló: Jan Vogler
Píanó: Vanessa Perez
Fiðla: Mira Wang

„I am bathing in this experience, really. I can’t get enough of it.” –  Bill Murray

„The evening's journey was unpredictable and affecting – old-fashioned entertainment that was sophisticated but with zip and heart.“  -  The Globe and Mail

#NewWorldsTour   #Listahatid2018   #ReykjavikArtsFestival2018