Tix.is

Um viðburðinn

Dúndurfréttir ætla að fagna því að 45 ár eru liðin frá því að Dark Side of the Moon með hljómsveitinni Pink Floyd kom út. Dark Side of the Moon er ein mest selda plata heims og hefur selst í yfir 50 milljónum eintaka. Hún hefur verið meðal annars meira en 1500 vikur á Billboard topp 200 listanum. Í tilefni af þessi merkisafmæli ætla strákarnir í Dúndurfréttum að flytja plötuna í heild sinni, ásamt öðrum perlum Pink Floyd, í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 7. apríl. Strákarnir lofa því að engu verði til sparað á tónleikunum enda hafi Pink Floyd verið þekkt fyrir glæsilegar sýningar þegar þeir héldu tónleika og verða afmælistónleikarnir í þeim anda.