Tix.is

Um viðburðinn

Strokkvartettinn Siggi býður upp á fjölbreytta efnisskrá sem hverfist um þriðja strengjakvartett rússneska tónskáldsins Alfred Schnittke frá árinu 1983. Í upphafi hans vitnar Schnittke í verk fyrri meistara og vinnur síðan úr þeim. Fyrst ber að nefna brot úr Stabat Mater eftir Orlando di Lasso frá 16. öld. Í kjölfarið hljómar stef úr Grosse Fuge eftir Beethoven og svo hið þekkta einkennismótíf Shostakovich (D-Es-c-h). Á þessa efnisskrá veljum við til flutnings 8. strengjakvartett Shostakovich sem notar áðurnefnt mótíf óspart auk þess að leika Grosse Fuge eftir Beethoven og valda hluta úr Stabat Mater eftir Orlando di Lasso.

 

Strokkvartettinn Siggi var stofnaður árið 2012. Kvartettinn skipa Una Sveinbjarnardóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson. Á þessum fimm árum frá stofnun hefur kvartettinn verið afkastamikill í tónleikahaldi og stuðlað ötullega að nýsköpun í tónlist.