Tix.is

Um viðburðinn

Einvaldsóður er ný íslensk kammerópera í 4 þáttum eftir Guðmund Stein Gunnarsson. Hún byggir á 17. aldar kvæði eftir Sr. Guðmund Erlendsson frá Felli sem ber heitið Einvaldsóður. Verkið notast við uppskrift og rannsóknir Robert Cooke.

Í verkinu ægir saman framúrstefnu, rímnakveðskap og tónlist frá öllum þeim svæðum og tímum sem verkið fjallar. Verkið stiklar á stóru í gegnum mannkynssöguna, segir frá ýmsum einveldum, völdum og spillingu og því hversu valt veraldarhjólið er.

Flytjendur eru:
Heiða Árnadóttir, sópran
Pétur Húni Björnsson, tenór/kvæðamaður

Helga Aðalheiður Jónsdóttir, blokkflauta
Karen Erla Karólínudóttir, þverflauta
Þorvaldur Már Guðmundsson, gítar
Svanur Vilbergsson, gítar
Ingi Garðar Erlendsson, Þránófónn
Páll Ivan frá Eiðum, Dórófónn

Tæknimaður: Jesper Pedersen
Aðstoð við sviðsetningu: Aðalbjörg Árnadóttir
Yfirumsjón með texta: Katelin Marit Parsons