Tix.is

Um viðburðinn

Hljómsveitin Jane Telephonda hefur látið verulega að sér kveða í dýraríkinu að undanförnu, með tónleikum fyrir málleysingja af ýmsum stærðum og gerðum. Skemmst er að minnast vel lukkaðs konserts í þjóðgarði í Nairobi í Kenýa, þar sem flóðhestar og sebrahestar dilluðu afturendanum við tóna sveitarinnar, fullir af andakt og aðdáun. 

Nú er komið að mannskepnunni.

Tónleikarnir eru í tilefni af útgáfu hljómplötunnar Boson of Love, sem kemur út á stafrænu formi viku fyrr, 17. nóvember. Á efnisskránni verða lög plötunnar, auk efnis af konseptplötunni Revolution in the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter, sem hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2014.