Tix.is

Um viðburðinn

"Reykjavík Kabarett leysir kynveruna, dónann og húmoristann í manni úr ánauð."
- Páll Óskar

Húmor og hold, daður og dónó! Reykjavík Kabarett í fyrsta sinn á Akureyri!

Reykjavík Kabarett blandar saman burlesque, kabarett, sirkuslistum, dragi og töfrum.. með skvettu af fullorðinsbröndurum og er púsluspil skemmtiatriða úr ýmsum áttum. Sýningin er gestasýning Leikfélags Akureyrar.

Á sýningunni mun Kabarettfjölskyldan sýna bestu atriðin sem fram hafa komið undanfarið ár og verður þetta því algjör lúxussýning. Akureyska dragstjarnan Gógó Starr mun dansa á kynrófinu, burlesquedrottning Íslands Margrét Maack mun trylla fólk, Lárus töframaður fær áhorfendur til að standa á öndinni, Maísól kitlar hláturtaugarnar, Margrét Arnar leikur á harmónikku og Ungfrú Hringaná sveiflar hringjum og sviptir sig spjörum. Sýningin er bönnuð innan 18 ára og hentar ekki þeim sem eru viðkvæmir fyrir dónabröndurum eða undrum mannslíkamans.