Tix.is

Um viðburðinn

Rokksveitirnar Benny Crespo's Gang og Coral rísa úr dvala til að halda tónleika á Húrra föstudaginn 20. október.

Benny Crespo's Gang þekkja allir unnendur íslenskrar rokktónlistar. Sveitin leggur lokahönd á sína aðra breiðskífu um þessar mundir en sú fyrsta kom út fyrir heilum tíu árum. Síðan þá hefur sveitin gefið út smáskífurnar Night Time (2010) og Birthmarks (2014) og nú loks geta aðdáendur farið að hlakka til nýrrar breiðskífu sem kemur út í nóvember og ber heitið „Minor Mistakes“. Það má því gera ráð fyrir gömlu efni frá krökkunum í bland við brakandi ferskt.

Rokksveitin Coral er hvorki starfandi né að vinna að nýju efni, en mun koma saman nostalgíunnar vegna fyrir þessa einu tónleika og spila gömlu lögin sín eins og árið sé 2007. Sveitin gaf út þrjár skífur á ferli sínum, hina svokölluðu Gulu plötu árið 2002, „The Perpetual Motion Picture“ árið 2007 og „Leopard Songs“ árið 2011. Lög á borð við Arthur, the Big Bang og Steal From Masters hlutu þó nokkra spilun á X-inu 977 og sveitin var iðin við tónleikahald þar til hún hætti störfum árið 2011.

Húsið opnar 21:00, tónleikarnir hefjast 22:00.

Aðgangseyrir er 1500 krónur.