Tix.is

Um viðburðinn

Allt í plús er nýtt leikrit sem fjallar í léttum dúr um óvenjulegt stefnumót milli manns og áfengisráðgjafa en þau kynntust fyrir ári þegar maðurinn var í meðferð. Hann hafði þá hlaupið á sig og trúað henni fyrir skaðlegu leyndarmáli. Á stefnumótinu kemur í ljós að hvorugt þeirra er óvant slægð og að lokum taka þau óhefðbundna ákvörðun.


Boðið verður uppá umræður að sýningu lokinni.

 

Aðstandendur:

Leikfélag: Leikhúslistakonur 50+

Höfundur: Sella Páls

Leikstjóri: Þórunn Magnea Magnúsdóttir

Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson og Júlía Hannam

Tæknistjóri: Hafliði Emil Barðason

 

Leiklesturinn er styrktur af Reykjavíkurborg.