Tix.is

Um viðburðinn

Sigga Eyrún syngur inn jólin í rólegheitastemningu ásamt Karli Olgeirssyni (söngur & Rhodes/píanó), Matthíasi Stefánssyni (gítar & fiðla) og Þorgrími Jónssyni (kontrabassi).

Sérstakir gestir eru stúlkur úr Skólakór Kársness undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Gestasöngvari tónleikanna verður Ari Ólafsson, ungur og upprennandi tenórsöngvari sem þið eigið eftir að sjá mikið af í framtíðinni.

Lögin eru í útsetningum Karls Olgeirssonar sem er alls enginn Leppalúði þegar kemur að því að skapa fallega jólastemningu.

Huggulegir, persónulegir og skemmtilegir jólatónleikar í einu fallegasta húsi Reykjavíkur.