Tix.is

Um viðburðinn

Ný kynslóð Skandinavískra tónlistarmanna hefur komið saman og myndað þennan einstaka og spennandi samsetta hóp hljóðafæraleikara, sem samanstendur af tveimur fiðlum og píanói.

Þú færð að hlýða á þennan sérstæða hóp flytja flotta og fjölbreytta dagskrá framandi verka eftir nokkur mikilsvirtustu tónskáld Þýskalands, Rússlands, Spánar og Noregs. Þetta tónlistarferðalag frá einu landi til annars er jafnframt leið til að kynnast betur bakgrunni þessara ungu hljóðfærðaleikara sem eiga rætur í þessum sömu löndum.

Trio Norden skipa fiðluleikararnir Páll Palomares og Vera Panitch, nýjir leiðarar annarrar fiðlu Sinfóníuhljómsveitar Íslands, auk píanóleikarans Mathias Susaas Halvorsen. Páll Palomares er íslenskur og einn þekktasti fiðluleikari sinnar kynslóðar. Hann hefur hlotið verðlaun í fjölmörgum keppnum á íslenskri jafnt sem erlendri grund og komið fram sem einleikari með fjölda hljómsveita víða í Evrópu. Vera Panitch er fædd í Danmörku en af rússneskum og úkraínskum uppruna. Hún er einn af leiðandi ungu fiðluleikurum Danmerkur. Hún hefur unnið til verðlauna í fjölda keppna og lauk nýverið einleikaraprófi frá Konunglega danska tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn. Mathias er meðal fremstu ungra píanóleikara Noregs og hefur fest sig í sessi sem afburða einleikari og flytjandi kammertónlistar á Norðurlöndum og í Þýskalandi.