Tix.is

Um viðburðinn

Sveigur Pushkins

Sönghópurinn Hljómeyki og Duo Harpverk sameina krafta sína á Sígildum sunnudegi. Á efnisskrá er stórvirki György Sviridovs, Sveigur Pushkins, fyrir kór, einsöngvara, hörpu, slagverk píanó og celestu. Verkið er gríðarfjölbreytt, 10 mismunandi kaflar, ýmist með eða án hljóðfæra. Sviridov nýtir sér kórinn út í ystu æsar, kallar eftir mismunandi raddbeitingu og nýtir allt tónsviðið.

Einnig verður á efnisskránni meðal annars nýtt verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur sérstaklega samið fyrir Duo Harpwerk og Hljómeyki.

Kammerkórinn Hljómeyki var stofnaður árið 1974 og hefur skipað sér í fremstu röð íslenskra kóra alla tíð síðan. Kórinn sérhæfir sig í flutningi nýrrar tónlistar og hefur frumflutt fjöldann allan af verkum.

Duo Harpverk var stofnað árið 2007 af hörpuleikaranum Katie Buckley og slagverksleikaranum Frank Aarnink. Dúóið pantar og flytur tónlist fyrir hörpu og slagverk. Þau hafa pantað yfir 80 verk frá íslenskum og erlendum tónskáldum.

Stjórnandi tónleikanna er Marta G. Halldórsdóttir.