Tix.is

Um viðburðinn

Íslenski saxófónkvartettinn
Vigdís Klara Aradóttir sópran-saxófónn
Sigurður Flosason alt-saxófónn
Peter Tompkins tenór-saxófónn
Guido Bäumer barítón-saxófónn

Íslenski saxófónkvartettinn er fyrsti og eini starfandi klassíski saxófónkvartettinn á Íslandi. Kvartettinn hélt sína fyrstu tónleika í október 2006 þegar hann fékk styrk til tónleikahalds á landsbyggðinni frá FÍT og FÍH. Síðan þá hefur hópurinn m.a. leikið á Sumartónleikum í Listasafni Sigurjóns, á Háskólatónleikum, í 15.15-tónleikaröðinni í Norræna húsinu, á Tíbrár-tónleikum í Salnum í Kópavogi, á Myrkum músíkdögum og hjá Kammermúsíkklúbbnum. Einnig hefur kvartettinn leikið einleik með Kammersveit Reykjavíkur.

Leikin verða fjölbreytileg verk eftir breska tónskáldið Henry Purcell, m.a. dansar og fantasíur. Einnig verða á efnisskránni verkið Songs for Tony (1993) eftir Bretann Michael Nyman, og saxófónkvartett (1995) eftir bandaríska tónskáldið Philip Glass.