Tix.is

Um viðburðinn

Burlesque-kvöld á Gauknum! Þokki, húmor, töfrar, undarlegheit og orka - hvað meira er hægt að biðja um á einni kvöldstund?
Dömur og herra er burlesque-hópur sem varð til í byrjun árs 2017 og mætti kalla þau ungliðahreyfingu íslensku burlesque-senunnar. Fyrsta sýning hópsins var haldin í júní og meðlimir hafa einnig komið fram á öðrum skemmtikvöldum, meðal annars með Reykjavík Kabarett og Dragsúgi. Dömurnar og herrann vinna nú hörðum höndum að nýjum atriðum og hlakka mikið til að sýna þau.
Frjálst sætaval og takmarkaður fjöldi miða í boði. Við minnum einnig á að ekki þarf að skilja íslensku til að njóta þessarar sjónrænu sýningar svo hún er tilvalin fyrir þá sem eru með erlenda gesti í heimsókn. Hús er opnað klukkutíma fyrir sýningu. Sýningin er bönnuð innan 20 ára og myndatökur eru með öllu bannaðar. Sýningin er ekki fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir dónabröndurum eða undrum mannslíkamans.