MIMRA ásamt hljómsveit blæs til útgáfutónleika í Bæjarbíó, Hafnarfirði þann 8. nóvember næstkomandi af tilefni útgáfu plötunnar Sinking Island. Tónlist MIMRU er í alternative folk stíl, einlæg, vönduð og lætur engan ósnortinn. MIMRA leitast við að blanda saman heimum elektró og orchestral popptónlistar og mun á tónleikunum gera plötunni góð skil ásamt 12 manna hljómsveit.
MIMRA er listamannsheiti tónlistarkonunnar Maríu Magnúsdóttur sem gaf áður út plötu árið 2009. Platan Sinking Island, er sköpunarverk sem hefur átt sér langan aðdraganda. Tónlistina samdi MIMRA á nokkra ára tímabili meðan hún var búsett í Hollandi og Englandi. Hún sá sjálf um alla upptökustjórn, hljóðhönnun og hljóðblöndun. Útgáfa plötunnar var fjármögnuð með Karolina Fund söfnun í sumar sem heppnaðist stórvel. Formlegur útgáfudagur er 9. október og verður platan þá aðgengileg í fullri lengd gegnum allar helstu streymiveitur. Á tónleikunum verður hún svo til sölu á sérstökum tónleikaprís bæði á vínyl formi og á geisladisk.
Hljómsveitina skipa höfundurinn og söngkonan María Magnúsdóttir, Börkur Hrafn Birgisson á gítar, Þorvaldur Þór Þorvaldsson á trommur og Róbert Þórhallsson á bassa, Samúel Jón Samúelsson á básúnu, Sylvía Hlynsdóttir og Elvar Bragi Kristjónsson á trompet, Sólveig Moravek á klarinett og saxófón, Unnur Birna Björnsdóttir og Matthías Stefánsson á fiðlur, Karl Peska á víólu og Margrét Árnadóttir á selló.
Við vonumst til að sjá ykkur þar.
Frekari upplýsingar á www.mimramusic.com