Tix.is

Um viðburðinn

Miðasala hefst 4.okt kl. 10

Hin stórkostlega rokkópera hljómsveitarinnar The WHO verður flutt af glæsilegum hópi tónlistarfólks á Eldborgarsviði Hörpu þann 10. nóvember.
Hljómplatan Tommy kom út í maí árið 1969 og sló í gegn enda ein metnaðarfyllsta rokkplata sem þá hafði verið gefin út. Kvikmynd í leikstjórn Ken Russell kom svo út árið 1975 og skartaði Oliver Reed, Ann-Margret, Jack Nicholson, Elton John, Tinu Turner og Roger Daltrey í aðalhlutverkum. Á tíunda áratugnum varð Tommy svo að vinsælum söngleik á Broadway og í London. Verkið inniheldur fjölda laga sem urðu mjög vinsæl og má þar nefna Pinball Wizard, Fiddle About, The Acid Queen, Tommy Can You Hear Me, I’m Free ofl.

Í þessari tónleikasýningu mun Stefán Jakobsson, söngvari DIMMU fara með hlutverk Tommy, Ólafur Egilsson sýnir allar sínar bestu hliðar í hlutverkum Ernie frænda og Sérfræðingsins, Valgerður Guðnadóttir syngur hlutverk Mrs. Walker, móður Tommy og Þór Breiðfjörð túlkar Frank Hobbs, stjúpföður Tommy. Andrea Gylfa fer á kostum sem Acid Queen og Greta Salóme syngur hlutverk Sally Simpson. Steingrímur Teague syngur svo Kevin frænda auk þess að leika með í hljómsveit kvöldsins sem skipa:

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson – gítar
Gunnar Hilmarsson – kassagítar
Eiður Arnarsson (Todmobile) – bassi
Birgir Jónsson (DIMMA) – trommur
Steingrímur Teague (Moses Hightower) – hljómborð
Emil Friðfinnsson – horn

Tónlistarstjóri verður Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og leikstjóri Greta Salóme.

Umsjón: TMB Viðburðir