Tix.is

Um viðburðinn

LLIBRE VERMELL
Þeir vilja stundum syngja og dansa

Eitt af þeim fáu handritum sem varðveist hafa í Montserrat klaustrinu í Katalóníu er hin svokallaða Rauða bók, eða Llibre Vermell. Handritið er frá 14. öld og inniheldur m.a. tíu söngva, á latínu, katalónsku og oksítönsku, sem ætlaðir voru pílagrímum sér til dægrastyttingar á meðan á dvöl þeirra stóð í klaustrinu. Þessi söngvar verða vaktir til lífsins á tónleikum UMBRU í Landakotskirkju ásamt vel völdum gestum.

Tónlistarhópurinn UMBRA var stofnaður haustið 2014. Hópurinn hefur skapað sinn eigin hljóðheim sem hefur fornan blæ og er útkoman áhrifamikil og töfrandi.

Umbra eru
Alexandra Kjeld: kontrabassi og söngur
Arngerður María Árnadóttir: orgel, keltnesk harpa og söngur,
Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir: fiðla og söngur,
Lilja Dögg Gunnarsdóttir: söngur og flauta

Gestir:
Þórdís Gerður Jónsdóttir, selló og söngur
Kristófer Rodriguez Svönuson, slagverk
Söngvinir UMBRU