Tix.is

Um viðburðinn
Myndin segir frá tveimur bræðrum sem búa í einangraðri verkamannabyggð. Yngri bróðirinn lendir í ofbeldisfullum deilum við vinnufélaga sína þegar heimabrugg hans er talið ástæða þess að maður liggur við dauðans dyr. Stigmagnandi útskúfun hans í framhaldi þess reynir á samstöðu bræðranna en þegar eldri bróðirinn virðist hafa unnið ástir draumastúlku þess yngri fer óhefluð atburðarás af stað. Vetrarbræður er saga um skort á ást og löngun eftir því að vera elskaður og þráður. Með helstu hlutverk fara Elliott Crosset Hove, Simon Sears, Lars Mikkelsen (House of Cards) og Victoria Carmen Sonne.

Myndin er sýnd á viðhafnarsýningu föstudaginn 29. september kl 20:00 í Bíó Paradís með íslenskum texta að viðstöddum leikstjóranum Hlyni Pálmasyni, framleiðandanum Antoni Mána og kvikmyndatökukonunni Maria von Hausswolff þar sem þau munu svara spurningum áhorenda eftir sýninguna. Myndin fer síðar í almennar sýningar í Bíó Paradís með íslenskum texta. 

Nánari fréttir af Vetrarbræðrum er að finna á Facebook síðu myndarinnar.www.facebook.com/winterbrothers.vinterbrodre/

„Kyngimögnuð, listaverk með mikið hjarta “ – CINEUROPA

„Einstakt og ávanabindandi brugg “ – HOLLYWOOD REPORTER

„Ótrúlega spennandi verk“ ????? – THE UPCOMING

„Afar heillandi frumraun“- VARIETY

„Djörf, köld og dimm“ – CINEVUE