Tix.is

Um viðburðinn

Hér er á ferðinni kostuleg tónleikhúsveisla þar sem Stúlknakór Reykjavíkur er í aðalhlutverki. Við hlið hans standa Jón Svavar Jósefsson söngvari og leikararnir Álfrún Örnólfsdóttir og Arnar Dan Kristjánsson, en fjórir leikglaðir tónlistarmenn spila með.

Sýningin var flutt á sænsku í Gautaborg árið 2012 og fékk mjög góða dóma. Hún er byggð á leikverki eftir Norðmanninn Finn Iunker en Atli Ingólfsson samdi tónlistina.

Viðfangsefni verksins eru margvísleg og mörg þeirra grafalvarleg, t.d. eignarhald á vatni, efnahagur og stríð, en söguþráðurinn trosnar stöðugt og fléttast í allar áttir á gáskafullan hátt.

Stúlkurnar í kórnum bregða sér í ólíklegustu hljóðlíki, en syngja jafnframt nokkur afar hugljúf lög.