Tix.is

  • Frá 27. desember
  • Til 30. desember
  • 5 dagsetningar
Miðaverð:9.990 - 20.990 kr.
Um viðburðinn

HÆGT ER AÐ KAUPA MIÐA Á SIGUR RÓSARTÓNLEIKA OG NORÐUR OG NIÐUR PASSA SAMAN MEÐ 4.000 KR AFSLÆTTI. TIL AÐ TRYGGJA SÉR ÞAÐ TILBOÐ ÞARF AÐ HAFA SAMBAND VIÐ MIÐASÖLU HÖRPU:  MIDASALA@HARPA.IS / 528 5050

SALA Á DAGPÖSSUM ER HAFIN

Um er að ræða veigamikla listahátíð sem Sigur Rós stendur fyrir frá 27. til 30. desember þar sem vinir og samverkafólk hljómsveitarinnar munu koma fram í öllum mögulegum og ómögulegum plássum sem finna má í Hörpu.

27. desember (miðvikudagur)Blanck Mass (UK), Alexis Taylor (Hot Chip) (UK), Dimma (IS), Mammút (IS), Kristín Anna (IS), Hilmar Örn Hilmarsson & Steindór Andersen (IS), Árni (IS)

28. desember (fimmtudagur)
Kevin Shields (My Bloody Valentine)  (IR), Kaitlyn Aurelia Smith (US), Mary Lattimore (US), Alex Somers (US), Kórus (IS), Kjartan Holm & Caleb Smith (IS/US)

29. desember (föstudagur)
Mogwai (SCT), Peaches (CA), Dan Deacon (US), Jóhann Jóhannsson (IS), Íslenski dansflokkurinn (IS)*, Dustin O‘Halloran (US), Julianna Barwick (US), JFRD (IS), Hugar (IS)

30. desember (laugardagur)
Jarvis Cocker (UK), Stars of the Lid (US), Sin Fang, Sóley & Örvar Smárason (IS), Ulrich Schnauss (DE), Íslenski dansflokkurinn (IS)*, Amiina (IS), Gyða (IS), Mr. Silla (IS), Liminal – Soundbath (US)

* Íslenski dansflokkurinn flytur nýtt verk við tónlist Sigur Rósar.

Til tónleikagesta á Sigur Rós í Eldborg: Athugið að tónleikar Sigur Rósar verða ekki á sama tíma og tónleikar stærstu atriða á Norður og niður.

Þess að auki verður kvikmyndadagskrá afhjúpuð bráðlega. Þar verða sýndar vel valdar kvikmyndir eftir vini og samstarfsfólk Sigur Rósar og umræður haldnar í kringum sýningar þeirra. Dean DeBlois, sem tvívegis hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna, mun tala um heimildamyndina sem hann gerði með Sigur Rós, Heima. Dr. Nelly Ben Hayoum frá NASA og SETI stofnuninni mun sýna sína óhefðbundnu kvikmynd, Disaster Playground, þar sem fjallað er um hvernig tekið verður til bragðs ef smástirni lendir á jörðinni. Hið unga og efnilega kvikmyndatónskáld, Daníel Bjarnason, mun tala um tónlist sína við myndina Undir trénu og Hilmar Örn Hilmarsson mun sýna mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Engla alheimsins. Fleiri dagskrárliðir verða tilkynntir fljótlega.

Komdu og gakktu til liðs við vini og vandamenn Sigur Rósar og taktu þátt í þessu stórkostlega partíi milli jóla og nýárs. Harpa verður smekkfull af gleði og ótrúlegum uppákomum!

Sigur Rós kemur fram á hverjum degi meðan á hátíðinni stendur í Eldborgarsal Hörpu. Miðar fyrir þessa tónleika eru þegar komnir í sölu hér og eru fáir eftir. Þessir tónleikar eru þeir fyrstu sem hljómsveitin heldur hér á landi í meira en fimm ár. Aðeins 1.500 manns komast á hverja tónleika. Athugið að passinn á hátíðina veitir ekki aðgang að tónleikum Sigur Rósar. Fólki sem kaupir miða á tónleikana býðst að kaupa passa á Norður og niður á undan öllum öðrum og á sérstöku tilboðsverði en takmarkað magn miða verður í boði í þeirri forsölu.

Umsjón: SENA LIVE