Tix.is

Um viðburðinn

Smáaurarnir, kvartett Vigdísar Ásgeirsdóttur ásamt Vilhjálmi Guðjónssyni sem verður sérstakur gestur hljómsveitarinnar munu flytja tónlist ættaða frá Brasilíu í eigin útsetningum. Má þar nefna bossanova- og sambaperlur frá höfuðtónskáldi brasilíubúa Antonios Carlos Jobim, ásamt lögum eftir João Bosco og Eden Ahbez svo fátt eitt sé nefnt.

Kvartettinn skipar: Vigdís Ásgeirsdóttir, söngur, Jakob Hagedorn-Olsen, gítar, Ingólfur Magnússon, bassa, Páll Sveinsson á trommur og Vilhjálmur Guðjónsson á tenórsax og slagverk.