Tix.is

Um viðburðinn

Það er komið að því að hefja roller derby leiktímabilið að nýju!

Að því tilefni mun íslenska roller derby liðið Ragnarök keppa á móti bandaríska liðinu Faultline Derby Devilz laugardaginn 16. september næstkomandi. Þess má geta að hin íslenska Ice Rock-her spilar með Faultline og því verður spennandi að sjá hver ber sigur úr býtum: Ice Sickle (Ragnarök) eða Ice Rock-her!

Leikurinn verður haldinn í Hertz Höllinni Seltjarnarnesi og byrjar klukkan 17:00.

Styðjum við stelpurnar í Ragnarökum og fjölmennum í Hertz Höllina 16. september!

Frítt fyrir 12 ára og yngri