Tix.is

Um viðburðinn

Hljómsveitin MAUS fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli plötunnar Lof mér að falla að þínu eyra. Fyrir stuttu var tilkynnt að sveitin hyggðist koma aftur saman á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves til að fagna afmæli plötunnar. Nú er það staðfest að hljómsveitin mun einnig koma fram í Hljómahöll.

Platan Lof mér að falla að þínu eyra inniheldur smelli eins og Kristalnótt, 90 krónu Perla, Poppaldin, Égímeilaðig og Ungfrú Orðadrepir. Roger O' Donnell hljómborðsleikari The Cure spilaði í átta lögum á plötunni og söngkonan Lena Viderö á einnig gesta innkomu í einu lagi. Maus var stofnuð í Reykjavík árið 1993 og vann Músíktilraunir árið 1994. Sveitin varð gríðarvinsæl næstu ár á eftir bæði á tónleikum og útgáfu. Hljómsveitina skipa þeir Birgir Örn Steinarsson (söngur, gítar), Daníel Þorsteinsson (trommur), Eggert Gíslason (bassi) og Páll Ragnar Pálsson (gítar). Árið 1998 var Maus valin Hljómsveit Ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum. Þetta er einstakt tækifæri sem enginn sannur Maus-aðdáandi ætti að láta framhjá sér fara!