Tix.is

Um viðburðinn

Pete Johannson hefur unnið sér titil sem sannkallaður alheims uppistandari. Hann hefur komið fram víðs vegar um heiminn og tekist á öll þau samfélagslegu málefni sem brenna á hjörtum áhorfenda. Uppistandssýning hans “You might also enjoy Pete Johansson” var gefin út samtímis á Netflix í 82 löndum og kom hann meðal annars fram á “This is Not Happening” þáttröðinni á Comedy Central. 

Pete Johannson er líka einn af tveimur Kanadabúum sem hafa verið tilnefndir til verðlauna á Edinborgar Fringe grínhátíðinni og hefur hann einnig troðið upp á Fringe hátíðum í Suður-Afríku, Ástralíu og Singapore. Fæddur í Kelowna, Pete byrjaði að stunda uppistand á unglingsárum sínum og var fljótlega farinn að túra víðs vegar um Kanada. Hann var aðeins 24 ára gamall þegar hann kom fyrst fram á “Just For Laughs” hátíðinni í Montreal og á sínum 20 ára ferli hefur hann mætt 6 sinnum á þá hátíð síðan þá. Hann hefur einnig komið fram á Late Show á CBS, Premium Blend á Comedy Central, Friday Night á NBC, Russell Howard’s Good News á BBC, The Best of the Fest á Channel 4, Live From the Comedy Store á Comedy Central, Russell Peters Red Light District á Showtime, í tveimur þáttum af “The Debaters” á CBC og var einn þeirra tilnefndur fyrir grínverðlaun í Kanada. Sem rithöfundur og félagslegur gagnrýnandi er alltaf hægt að búast við góðri sýningu frá þessum sprenghlægilega uppistandara!