Tix.is

Um viðburðinn

NORÐURLJÓSIN eru hátíðlegir jólatónleikar þar sem einvalalið norðlenskra tónlistarmanna kemur fram ásamt kammerkórnum Ísold og góðum gestum að sunnan. Þekktir söngvarar stíga á svið og flytja gestum mörg af ástsælustu jólalögum þjóðarinnar. Þetta eru jólabörnin Magni Ásgeirsson, Helga Möller, Óskar Pétursson, Andrea Gylfadóttir, Stefán Jakobsson, Erna Hrönn og Valdimar Guðmundsson. Einstök upplifun sem kemur þér og þínum í sannkallað hátíðarskap.

Hljómsveitina skipa:
Arnar Tryggvason: Orgel
Haukur Pálmason: Trommur
Magni Ásgeirsson: Gítar
Pétur Hallgrímsson: Gítar
Sumarliði Helgason: Bassi
Valmar Valjaots: Píanó
Valgarður Óli Ómarsson: Slagverk