Tix.is

Um viðburðinn

Hljómsveitina Sycamore Tree ættu landsmenn að vera farinir að þekkja eftir mikla spilun á öldum ljósvakans. Sveitin sendir frá sér sína fyrstu plötu þann 24. September næstkomandi og að því tilefni verður blásið til glæsilegra útgáfutónleika í Hörpu sama dag. Sycamore Tree skipa þau Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson sem bæði eru landsþekkt af fyrri verkum. Á tónleikum njóta þau krafta fjölda frábærra hljóðfæraleikara sem endurskapa stóran og flottan hljóðheim plötunar. Meðal gesta verða þau Arnar Guðjónsson, Arnar Gíslason, Samúel Jón Samúelsson, Roland Hartwell, Örnólfur Kristjánsson, Unnur Birna Björnsdóttir, Dagný Halla Björnsdóttir ásamt fleirum. Tónleikarnir fara fram í salnum Kaldalóni sem Hljómsveitin er sérstaklega hrifin af vegna þeirri nándar sem salurinn býður uppá. Einungis eru 180 sæti í salnum og hvetjum við því fólk að vera tímanlega í miðakaupum. 

Á plötunni verður að finna lög eins og, My heart beats for you, Don´t Let Go, Bright new day og Home sem nú þegar hafa slegið í gegn í íslensku útvarpi. Sycamore Tree hefur einnig vakið mikla athygli eftir að þau komu fram með skemmtiatriði á Söngvakeppni Sjónvarpsins en þar réðust þau í að taka lagið “Kisses for me” sem sigraði Evróvisjón keppnina árið 1976. Þar sýndi sveitin að hún ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur.