Tix.is

Um viðburðinn

Culture Club heldur tónleika á Íslandi

Sérstakur gestur – Nik Kershaw ásamt Todmobile

Veislustjóri – Siggi Hlö - maðurinn sem fann upp eitísið á Íslandi.

Boy George, ásamt upprunalegu félögum sínum í Culture Club, þeim Roy Hay, Mikey Craig og Jon Moss, kemur til Íslands og heldur tónleika í Laugardalshöll 12.nóvember næstkomandi. Já, orginal Culture Club, ásamt stórhljómsveit, taka alla sína stærstu smelli í Höllinni.

Nik Kershaw ásamt Todmobile, sem héldu frábærlega vel heppnaða tónleika í Hörpu í nóvember í fyrra, eru sérstakir gestir og hita upp fyrir Boy George og félaga og Siggi Hlö verður sérstakur veislustjóri kvöldsins. Allir geta verið sammála um það að við finnum ekki betri partýstjóra en Sigga þegar kemur að eitís veislu af þessari stærðargráðu.

Þegar maður rifjar upp tónlist níunda áratugarins er það Culture Club, með hinn frumlega Boy George í broddi fylkingar, sem kemur einna fyrst upp í hugann. Culture Club var stofnuð árið 1982 í London af þeim Boy George (George Alan O´Dowd), Roy Hay, Mikey Craig og Jon Moss sem skipa sveitina enn í dag.

Sveitin sendi frá sér 11 alþjóðlega smelli, þar af 10 sem náðu inn á top 40 í Bandaríkjunum. Árið 1984 fékk Culture Club Grammy verðlaun sem bestu nýliðar í tónlistarheiminum. Í heimalandi sínu, Bretlandi, áttu þeir 12 topp 40 smelli á árunum 1982 til 1999.

Culture Club var fyrsta hljómsveitin til að ná þremur lögum inn á top 10 listann í Bandaríkjunum af fyrstu breiðskífu sinni síðan Bítlarnir léku sama leik 20 árum áður.

Við mælum með að kíkja á þetta myndband til að koma sér í gírinn: https://www.youtube.com/watch?v=hFVuuRxM2VU

Aðeins er um þessa einu tónleika að ræða og takmarkað miðaframboð, þar sem um sitjandi tónleika er að ræða…..þó flestir verði sennilega standandi í þessari miklu veislu!

Verðsvæðin skiptast svona:

X - VIP, bestu sætin og þrír léttvínsdrykkir innifaldir - 19.990,-

A - Úrvals sæti - 16.990,-

B - Almenn sæti - 14.990,-

C - Almenn sæti - 11.990,-

Vinsamlegast athugið að 18 ára aldurstakmark er á tónleikana, nema í fylgd forráðamanns.