Tix.is

Um viðburðinn

Á eigin fótum snýr aftur í Tjarnarbíó í september og október!

Tilnefnd til Grímunnar sem „Barnasýning ársins“ og fyrir „Dans- og sviðshreyfingar“

****
„Heillandi þroskasaga“
Fréttablaðið

****
„Sýning sem gleður auga jafnt sem hjarta“
Morgunblaðið

„Gullfalleg barnasýning“
Tmm.is

Ninna, sex ára gömul uppátækjasöm stelpa, sem túlkuð er af Bunraku brúðu, býr í Reykjavík á millistríðsárunum og er send ein í afskekkta sveit sumarlangt. Nýju heimkynnin eru henni framandi og umhverfið alger andstæða þess sem hún þekkir. Erfiðar aðstæður, ofsaveður og einmanaleiki reyna á Ninnu, sem óttast mest að hitta foreldra sína aldrei aftur, en með forvitni og hugrekki eignast hún nýja vini og lærir að standa á eigin fótum.

Tónlist leikverksins er frumsamin og verður í lifandi flutningi í sýningunni sem er afar sjónræn og ekki bundin við tungumál.

Sýningin er 40 mínútur að lengd. Við sýningartímann bætist síðan leikstund og myndataka þar sem börnunum gefst tækifæri á að hitta Ninnu og Snata. 

Á eigin fótum er falleg, fræðandi og fjörug sýning ætluð börnum frá tveggja ára aldri og fjölskyldum þeirra. 


Aðstandendur:
Leikstjóri: Agnes Wild
Höfundar: Leikhópurinn Miðnætti og Lost Watch Theatre Company
Höfundar tónlistar og tónlistarflutningur: Sigrún Harðardóttir og Margrét Arnardóttir.
Leikmynd/búningar/brúðugerð: Eva Björg Harðardóttir
Leikarar: Nick Candy, Þorleifur Einarsson, Olivia Hirst og Rianna Dearden
Framkvæmdarstjóri: Bergdís Júlía Jóhannsdóttir
Ljósahönnuður: Kjartan Darri Kristjánsson