Tix.is

Um viðburðinn

Grímuverðlaunaverkið No Tomorrow eftir Ragnar Kjartansson, Margréti Bjarnadóttur og Bryce Dessner snýr aftur á svið Borgarleikhússins.

ATH! verkið verður aðeins sýnt einu sinni.

Íslenski dansflokkurinn snýr aftur á svið með verkið No Tomorrow sem hefur verið sýnt um víða Evrópu síðustu mánuði en verkið er hluti af listhátíð Íslenska dansflokksins FÓRN.

No Tomorrow verður á dagskrá sviðslistahátíðar Lókal og Reykjavík Dance Festival Allir eru æði / Everybody´s Spectacular.

No Tomorrow hefur fengið mikið lof frá bæði gagnrýnendum og áhorfendum og hlaut Grímuverðlaunin 2017 fyrir Danshöfunda ársins og Sýningu ársins en það var í fyrsta skipti í sögu Grímunnar sem dansverk fékk titilinn sem Sýning ársins.

No Tomorrow er ballett fyrir átta dansara og átta gítara. Órafmagnaður hljómur sem ferðast í risastóru rými leiksviðsins. Ballettinn er yfirlýsing um hrynjandi, hreyfingu, hljómfall og óræðar tilfinningar. Hugleiðingar um þokka, innri kraft og list dansarans. Talning og rými. Hvernig hljóð og hljóðfærasláttur ferðast. Hvernig hljómfall vekur tilfinningu. Tónlist Bryce Dessner er samin sérstaklega fyrir þessar tilraunir. Saffó var Ragnari og Margréti hugleikin við samningu verksins. Textinn í verkinu hefur samt aðeins eina hendingu frá hörpuleikaranum frá Lesbos, hann er að mestu unninn upp úr skáldsögunni Point de Lendemain eða Dagur ei meir eftir Vivant Denon. Sagan er munúðarfullt ofurljóðrænt skáldverk frá ofanverðri 18. öld. Verk um manndómsvígsluna sem fólgin er í því að verða alvöru elskhugi á þeirri þokukenndu tíð. Þetta lítur kannski út eins og einhver Calvin Klein tískusýning en þetta er rókókó, á meira skylt við Watteau.