Tix.is

Um viðburðinn

Skoðunarferðir um Hörpu eru ógleymanlegar. Leiðsögumenn Hörpu segja þér allt um hönnunina, hinn einstaka glerhjúp Ólafs Elíassonar og allt hitt sem gerir Hörpu að því einstaka mannvirki sem hún er.

19. júní – 25. ágúst
Daglega klukkan 10:00, 11:00, 12:00, 13:00, 14:00, 15:00, 16:00, 17:00.

26. ágúst – 18. júní
Vikudaga klukkan 13:00, 15:30* og 16:30 / Helgar klukkan 11:00, 13:00 og 15:30

*Nema á þriðjudögum

Skoðunarferðin tekur 30 mínútur og fer fram á ensku. Verð fyrir ferðina er 1.500 krónur og frítt er fyrir 16 ára og yngri. Námsmenn, eldri borgarar, öryrkjar og aðilar í hópum yfir tíu manns greiða 1.250 krónur. 

Aðgangur fyrir hreyfihamlaða

Skoðunarferðin er aðgengileg að öllu leyti fyrir viðskiptavini sem notast við hjólastól eða eiga erfitt með gang. Ef beðið er um með fyrirvara er hægt að fá lánaðan hjólastól úr miðasölu Hörpu.

Það getur gerst að ákveðnir salir séu ekki aðgengilegir, leiðsögumaður mun láta vita ef svo er. Aðilar sem mæta of seint geta ekki tekið þátt og þurfa að bíða eftir næstu ferð.