Tix.is

Um viðburðinn

Nú er komið að henni að segja sína hlið málsins!

Kathy Griffin státar af tvemur Emmy verðlaunum, einu Grammy ásamt áratuga reynslu af uppistandi í sjónvarpi og sýningum. En núna heldur hún í sinn FYRSTA túr um heiminn, enda hefur hún aldrei verið eftirsóttari en núna. Í farteskinu er sagan af hinni alræmdu og umdeildu mynd (já... einmitt ÞEIRRI mynd), og þessi ástríðufulli bandaríski uppistandari mun greina frá öllu írafárinu sem fylgdi í kjölfar birtingar hennar og einnig mun hún sundurgreina poppmenningu nútímans með sínum einstaka hætti. „Laugh Your Head Off“ túrinn hefst í október í Aukland á Nýja – Sjálandi.

Kathy Griffin er Guinness heimsmetahafi í flokknum „Most Televised Comedy Specials“ og árið 2016 ferðaðist hún um 80 borgir um BNA með sýningu sína „Like a Boss“ og þetta sama ár gaf hún út aðra metsölubók sína „Kathy Griffin‘s Celebrity Run-Ins: My A – Z Index“. Árið 2009 hafði hún náð fyrsta sæti á metsölulista New York Times með minningum sínum í flokknum „Official Book club Selection“. Griffin var einnig í aðalhlutverki í heimildamyndaröðinni „Kathy Griffin: My Life On The D – List“ ásamt því að vera með eigin spjallþátt, „Kathy“.

Núna mun þessi afkastamikli uppistandari koma með sína frábæru sýningu þar sem öll brögð eru leyfð og allt er upp á borðum. „Hvern hefði grunað þetta?“ sagði Griffin. „Ein mynd leiddi til þess að ég fékk boð úr öllum heimshornum. Og nú hlakka ég til að skemmta áheyrendum með því að segja þeim alla þessa fáránlegu en sprenghlægilegu sögu. Og þá er nú ekki slæmt að byrja ferðina í Óperuhúsinu í Sidney, eða hvað?“. Ferðin hefst í Nýja – Sjálandi og heldur þar áfram í gegnum Evrópu. Kathy Griffin ætlar sér ekkert minna en að koma fram með skemmtilegustu sýningu nokkru sinni. Griffin heldur áfram: „Sýning mín er alls ekki fyrir viðkvæma og því ættu krakkarnir að vera heima. Mottóið mitt er „Funny First“ en hafiði engar áhyggjur því ég mun ekki hlífa nokkrum manni,“ en bætir síðan við, „en samt í fullri vinsemd“. 

Athugið að sýningin er ekki ætluð börnum yngri en 16 ára.