Tix.is

Um viðburðinn

Hinn ótrúlegi Reykjavík Kabarett blæs til fimmtu sýningarlotu á nýjum stað og blæs í kabarettlúðrana eina litla helgi í Þjóðleikhúskjallaranum. Íslenska kabarettfjölskyldan mun láta ljós sitt skína ásamt einvalaliði gesta. Ný atriði auk hins stórkostlega og margverðlaunaða grínista Wilfredo (LON/NY). Aðeins þessar tvær sýningar í þessari lotu.

Það er 20 ára aldurstakmark á sýninguna. Frjálst sætaval og takmarkaður fjöldi miða í boði. Athugið að uppselt hefur verið á hverja einustu sýningu kabarettsins hingað til. Við minnum einnig á að ekki þarf að skilja íslensku til að njóta þessarar sjónrænu sýningar svo hún er tilvalin fyrir þá sem eru með erlenda gesti í heimsókn.

Föstudagur 15. september kl. 22:00

Laugardagur 16. september kl. 21:00

Hús er opnað hálftíma fyrir sýningu.
Sýningin er bönnuð innan 20 ára og myndatökur eru með öllu bannaðar.